breyting á deiliskipulagi
Úlfarsárdalur, reitur E
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 757
10. janúar, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal útivistarsvæði vegna 1.áfanga Korpulínu jarðstreng. Vegna breytinga á aðflutningskerfi Landsnets á milli tengivirkjanna við Korpu og á Geithálsi, þá er gert ráð fyrir tilfærslu á Korpulínu 1 og nýrri legu hennar í jarðstreng sem mun liggja meðfram Reynisvatnsvegi norðanmegin, um 30 m frá veginum milli hringtorgsins við Fellsveg og Lambhagaveg og einnig mun jarðstrengurinn liggja yfir dalinn og Úlfarsá austanmegin Lambhagavegar í Úlfarsárdal. Lagður verður nýr 132 kv jarðstrengur í stað núverandi loftlínu sem verður fjarlægð eftir spennusetningu strengsins, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar, dags. 16. desember 2019.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.