Fyrirspurn
Lagt er fram bréf Landsnets dags. 1. mars 2021 um breytingu á áður útgefnu framkvæmdaleyfi dags. 4. júní 2020 vegna lagningar 132 kV háspennustrengja, Korpulínu 1 og Rauðvatnslínu 1 ásamt bréfi Hestamannafélagsins Fáks dags. 24. febrúar 2021. Í erindinu kemur fram að Hestamannafélagið Fákur hefur farið fram á að hluti af vinnuslóða við Rauðavatnslínu 1 verði ekki fjarlægður og Fákur fái að nýta vinnuslóðann þar sem undirlag undir nýjan reiðstíg. Breytingin á framkvæmdaleyfinu felst þannig í því að Landsnet sé heimilt að skilja eftir vinnuslóðann og að Fákur fái hann til umráða í því tilgangi að breyta í reiðstíg og beri ábyrgð á honum eftir það. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.