breyting á deiliskipulagi
Úlfarsárdalur, reitur E
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 592
8. júlí, 2016
Annað
428426
428429 ›
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 var lögðfram umsókn skrifstofu Eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. júní 2016 um framkvæmdaleyfi fyrir göngu og hjólastíg frá Fellsvegi að Dalskóla skv. uppdráttum VSÓ, dags. 20. maí 2016. Til verksins heyrir einnig smíði brúar yfir Úlfarsá. Jarðvegsskipta skal undir stígum og undirstöðum brúa, leggja jöfnunarlag og malbika. Smíða skal 20m langa límtrésbrú og byggja tilheyrandi undirstöður. Meðfram stígum skal koma fyrir ljósastreng og reisa ljósastólpa/ljósapolla. Um miðbik svæðisins skal gera áningastað og koma fyrir búnaði ásamt gróðursetningu við áningastað. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa. dags. 6. júlí 2016.
Svar

Vísað til skrifstofu sviðstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli umsækjanda á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2. í Gjaldskrá
vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014. Greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis.