Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á afmörkun deiliskipulags Úlfarsárdals fyrir hverfi 4. Í breytingunni felst að lóðir nr. 118-120 og 122-124 ásamt 124A við Úlfarsárbraut, sem eru innan marka deiliskipulags hverfis 4 koma til með að tilheyra deiliskipulagi útivistasvæðisins í Úlfarsárdal. Samtímis er samliggjandi mörkum deiliskipulags útivistasvæðisins breytt þannig að áðurnefndar lóðir falla undir það deiliskipulag, samkvæmt uppdr. Björn Ólafs ark. og VA arkitekta ehf. dags. 7. maí 2015. Erindi var auglýst frá 29. maí til og með 10. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Magnús Birgisson, dags. 11. júní 2015.