breyting á deiliskipulagi
Úlfarsárdalur, reitur E
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 826
25. júní, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðanna nr. 84-88, 90-94, 100-104 og 106-110 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst heimild er veitt til að nýta sökkulrými sem geymslurými og sérstök heimild veitt til aukningar b-rýma. Auk þess eru byggingarreitir færðir um 1 metra frá götunni og innar á lóðina, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 27. apríl 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. maí 2021 til og með 23. júní 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Landslög f.h. eigendur og lóðarhafa að Úlfarsbraut 98 dags. 23. júní 2021, Landslög f.h. eigendur og lóðarhafa að Úlfarsbraut 112 dags. 23. júní 2021, Guðrún Ingvarsdóttir og Guðmundur Jónsson dags. 23. júní 2021.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.