breyting á deiliskipulagi
Úlfarsárdalur, reitur E
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 587
27. maí, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram drög að lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags.27. maí 2016, vegna uppbyggingar og stækkunar Úlfarsárdalshverfis sem kallar á heildarendurskoðun á deiliskipulagi hverfisins. Í lýsingunni felst m.a. breyting á fjölgun íbúða, gert er ráð fyrir að núverandi hverfi stækki til austurs og til norðurs í átt að Leirtjörn. Stefnt er að því að heildaríbúðafjöldi í Úlfarsárdal verði um 1.400 íbúðir. Megin markmið skipulagstillögunnar er að hún taka mið af stefnumörkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ný byggð falli vel að núverandi byggð. Tryggja útsýni frá nýjum íbúðum. Leggja skal áherslu á skjólmyndun fyrir ríkjandi vindáttum með nýrri byggð.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.