breyting á deiliskipulagi
Úlfarsárdalur, reitur E
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 811
5. mars, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2020 var lögð fram umsókn VSÓ ráðgjafar dags. 14. maí 2020 ásamt bréfi Landnets hf. dags. 13. maí 2020 um framkvæmdaleyfi vegna lagningu 132 kV háspennustrengja, Korpulína 1 og Rauðavatnslína 1, á milli tengivirkja Landnets á Korpu og Geithálsi og á milli tengivirkja Landnets við Rauðavatn (Aðveitustöð 12 eða A12) og Geitháls. Einnig er lögð fram framkvæmdalýsing Eflu dags. í maí 2020, teikningasett Eflu hf. dags. í mars 2020, samningur milli Landnets hf. og Reykjavíkurborgar dags. 11. maí 2020 og bréf Landsnets hf. dags. 30. apríl 2020 þar sem óskað er eftir heimild landeiganda til lagningar tveggja 132 kV jarðstrengja, KO1 og RV1. Jafnframt er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir lagnaleið dags. 20. febrúar 2020, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. mars 2020 og viðbrögð Landsnets við umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. maí 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2020. Einnig er lagt fram bréf Landsnets dags. 1. mars 2021 um breytingu á áður útgefnu framkvæmdaleyfi ásamt bréfi Hestamannafélagsins Fáks dags. 24. febrúar 2021.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.