breyting á deiliskipulagi
Úlfarsárdalur, reitur E
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 746
4. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. september 2019 var lögð fram fyrirspurn Landriss ehf. dags. 13. september 2019 ásamt bréfi dags. 13. september 2019 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna reits E sem felst í að breyta hluta af byggingarmagninu úr verslun og þjónustu í íbúðir, hækka salahæð á jarðhæð þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu í allt að 4,5 metra og fjölga íbúðum. Einnig er óskað eftir skýringum á grein 2.1.2 í skilmálum gildandi deiliskipulags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2019.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2019 samþykkt.