breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Reykjavíkurhöfn, Klettasvæði
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 377
6. janúar, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Faxaflóahafna dags. 28. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóðanna nr. 1-3 við Korngarða og 4 við Klettagarða. Í breytingunni felst að stækka lóðina nr. 4 við Klettagarða til austurs, skipta lóðinni nr. 1-3 við Korngarða í tvær lóðir, lengja Skarfabakka um 200 metra með landfyllingu ásamt því að sjóvarnargarðurinn Ábóti er fjarlægður, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 23. mars 2011. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. 29. ágúst 2011. Tillagan var auglýst frá 9. nóvember til og með 21. desember 2011. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.