Lögð fram umsókn Ívars Haukssonar dags. 26. september 2019 ásamt minnisblaði ódags. varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálshverfis vegna lóðarinnar nr. 5 við Tunguháls. Í breytingunni felst að hækka nýtingarhlutfall lóðar úr 0.7 í 1.1, stækka byggingarreit fyrir viðbyggingu á norðvestur og suðaustur enda byggingar og breyta bílastæðakröfum, samkvæmt uppdrætti Verkfræðistofu Ívars Haukssonar dags. 22. september 2019.
Svar
Vísað til skipulags- og samgönguráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.