breyting á deiliskipulagi
Brautarholt 26-28
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 820
14. maí, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 6. maí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 26-28 við Brautarholt. Í breytingunni felst að breyta lóðarmörkum til norðurs þar sem þau eru færð upp að húsi, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2021. Einnig er lagður fram lóðauppdráttur í vinnslu dags. 12 mars 2021 og breytingablað í vinnslu dags. 12. mars 2021.
Svar

Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa, dags. 7. maí 2021, sem var bókað: "Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 24 og 30 og Skipholti 25 og 27."
Rétt bókun er :
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.