Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. mars 2017 var lögð fram umsókn Karls Mikla ehf., mótt. 21. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðanna nr. 26 og 28 við Brautarholt. Í breytingunni felst að bætt er við takmörkuðum byggingarreit við norðurhliðar Brautarholts 26 og 28 og við austurhlið Brautarholts 26 fyrir svalir og leyfilegt verður að koma fyrir þaksvölum á 2. hæð Brautarholts 28 með tengingu við bæði húsin. Fyrirhugað er að breyta efri hæðum hússins í íbúðir að hámarki 30 eða gistirými/hótel. Á jarðhæðum er að finna verslunar-, þjónustu- og geymslurými, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf., dags. 16. mars 2017. Einnig er lagt fram bréf T.ark Arkitekta ehf., dags. 21. mars 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.