framkvæmdaleyfi
Miklabraut við Rauðagerði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 575
26. febrúar, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf. , dags. 7. desember 2015 að deiliskipulagi Miklubrautar sem afmarkast af lóðarmörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni. Til vesturs eru mörk skipulagsins við Rauðarárstíg og til austurs við Lönguhlíð. Í tillögunni felst að koma fyrir forgangsleið fyrir Strætó í austurátt meðfram Miklubraut sunnanveðri. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur og hljóðvistarskýrsla dags. 7. desember 2015. Tillagan var auglýst frá 8. janúar 2016 til og með 19. febrúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Pétur Hjálmtýsson, dags. 14. janúar 2016, Guðmundur J. Guðmundsson, dags. 16. janúar 2016, Hólmfríður S. Svavarsdóttir, dags. 16. janúar 2016, Óðinn S. Ragnarsson, dags. 16. janúar 2016, Ágústa Oddsdóttir og Sæbjörn Kristjánsson, dags. 30. janúar 2016, Arngrímur Ísberg, Jóhannes Þ. Guðmundsson, Jón Ögmundur Þormóðsson og Hólmfríður Gísladóttir, dags. 1. febrúar 2016, Sara Stef. Hildardóttir f.h. íbúa við Miklabraut 60, dags. 2. febrúar 2016, Kristín H. Hálfdánardóttir, dags. 3. febrúar 2016, Erna Steina Guðmundsdóttir og Gestur R. Bárðarson, dags. 18. febrúar 2016, Sigurður Geirsson, dags. 19. febrúar 2016 og Ólöf Þórey Haraldsdóttir, dags. 19. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða, dags. 14. desember 2015, ásamt bókun frá fundi Hverfisráðs Hlíða, dags. 14. desember 2015 og erindi frá íbúa í Hlíðum, ódags. Jafnframt er lögð fram umsögn vegagerðarinnar, dags. 16. febrúar 2016 og ítrekuð umsögn Hverfisráðs Hlíða, dags. 16. febrúar 2016.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.