(fsp) breyting á deiliskipulagi
Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 696
31. ágúst, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofu Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2018 ásamt bréfi dags. 6. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðanna nr. 2-4 við Barónsstíg og 36 við Skúlagötu. Í breytingunni felst heildar endurskoðun á þróun uppbyggingar á reitnum. Meðal annars er lögð til L laga nýbygging á 1-6 hæðum frá Hverfisgötu inn í reitinn sem verður með til að mynda torg að götu og samtenging allra bygginga á reitnum, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Arkitekta ehf. dags. 14. febrúar 2018, síðast breytt 21. júní 2018. Tillagan var auglýst frá 17. júlí til og með 28. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Valgeir Guðjónsson f.h. Rauðsvíkur ehf., Hverfisgötu 85-93 ehf. og Hverfisgötu 92 ehf. dags. 21. ágúst 2018, Daníel Þór Magnússon f.h. Hverfisstígs ehf. dags. 24. ágúst 2018 og G og Ó lögmenn f.h. húsfélagsins að Skúlagötu 32-34 dags. 27. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 28. ágúst 2018.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.