(fsp) breyting á deiliskipulagi
Álfheimar 49
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 472
13. desember, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. nóvember 2013 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir metanafgreiðslu sem samanstendur af tveimur 24 feta gámafletum klæddum með dúk á grind með metanhylkjum og gám sem inniheldur metanpressu innan steyptra veggja á þrjá vegu en metandælan verður austasta dælan undir skyggni við eldsneytisafgreiðslustöð á lóð nr. 49 við Álfheima. Erindi var grenndarkynnt frá 13. nóvember til og með 11. desember 2013. Engar athugasemdir bárust.
Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla frá Eflu dags. október 2013. Stærðir stækkun: mhl. 03, A og C rými, 90 ferm., 234 rúmm. Gjald kr. 9.000. Einnig er lögð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2013.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

104 Reykjavík
Landnúmer: 105393 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006568