Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. maí 2018 var lagt fram bréf Orkustofnunar dags. 7. maí 2018 þar sem óskað er eftir umsögn á umsókn
Björgunar ehf.
um leyfi til leitar og rannsókna á möl og sandi af hafsbotni í Þerneyjarsundi í Kollafirði. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu umhverfisgæða og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 24. maí 2018.