Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 18. nóvember 2022.
Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Nesvegi 63 og 67 og Sörlaskjóli 88 og 94 þegar uppfærðir uppdrættir berast embætti skipulagsfulltrúa sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2022.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
Nú bókað:
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.