Á fundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Haralds Arnar Jónssonar, mótt. 12. febrúar 2016, um breytingu á deiliskipulagsi reits 1.140.0, Grófarreits, vegna lóðanna nr. 2 við Vesturgötu og 1-3 við Hafnarstræti sem felst í stækkun lóðarinnar nr. 2 við Vesturgötu til suðvesturs, hækkun á mæni hússins og breyta þakhalla ásamt því að gera kvisti til norðurs. Opna upprunalegt "port " gegnum bryggjuhúsið, grafa út kjallara undir öllu húsinu, hækka millibyggingu milli bryggjuhúss og Bryde pakkhúss og setja þar lyftu, byggja kjallara undir þeim hluta lóðanna sem ekki standa hús á o.fl. , samkvæmt uppdr. Andrúm arkitekta, dags. 25. janúar 2015. Einnig er lögð fram tillaga Andrúm arkitekta, dags. í mars 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.