tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, bensínstöðvar
Skipulagsráð, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 346
15. apríl, 2011
Annað
‹ 281192
281784
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins:
"Skipulagsstjóri í Reykjavík hefji úttekt og hugsanlega endurskoðun á skipulagi og nýtingu lóða afgreiðslustöðva olíufélaganna. Settur verði á fót stýrihópur í þessum tilgangi með fulltrúum frá skipulagssviði, framkvæmda- og eignasviði og umhverfis- og samgöngusviði.
Haft verði að markmiði:
-Að færa starfsemi afgreiðslustöðvanna meira til samræmis við þá þróun sem orðið hefur í nærhumhverfi þeirra.
-Að nýta lóðir betur þar sem þess er kostur.
-Að skoðað verði hvort ávinningur verði af því að hætt verði sölu orkugjafa á ákveðnum afgreiðslustöðvum en uppbygging heimiluð sem byggist á breyttri atvinnustarfsemi og/eða íbúðabyggð.
-Að lagðar verði tillögur fyrir ráðið um eðlilega skiptingu hagnaðar og/eða kostnaðar lóðarhafa og borgaryfirvalda í kjölfar breytinga á skipulagsáætlunum í samræmi við ofangreint markmið.
-Að tillögur stýrihópsins nýtist við gerð aðalskipulags Reykjavíkur sem nú er í endurskoðun.
-Að gætt sé jafnræðis á milli samkeppnisaðila á þessum markaði.
-Að stýrihópurinn leiti ráða hjá þeim sem málið varðar.

Skipulagsstjóri greini skipulagsráði frá niðurstöðum hópsins eigi síðar en 1. júní 2011."
Greinargerð fylgir tillögunni.