Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skráningu úr íbúð í atvinnurekstur, að öðru leyti er skráningartafla óbreytt, rými 0201, og innrétta veitingastað í flokki II tegund A með AirMaid Ozon loftræsikerfi á 2. hæð í húsi á lóð nr. 58 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Gjald kr. 10.000