Lögð fram umsókn Þorkels Magnússonar dags 9. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala Háskólasjúkrahúss. Í breytingunni felst að koma fyrir hringhraðli í niðurgröfnu rými/neðanjarðar á hæð K1 við suðurhlið meðferðarkjarna utan byggingarreits, tengigangur á 5. hæð meðferðarkjarna frá þyrlupalli að bráðamóttöku er lengdur og stækkaður lítillega til að tryggja betri tenginu þvert á deildir, koma fyrir nýjum byggingarreit neðanjarðar fyrir staðsetningu rofastöðvar Veitna við Barónsstíg, koma fyrir hjólaskýli norðvestan við Læknagarð við Njólagötu og byggingarreitur bílastæðahúss nr. 31 við Burknagötu er hliðrað til suðurs um 10 metra, samkvæmt uppdr. Spital dags. 9. júlí 2019.