Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. janúar 2020 var lögð fram fyrirspurn
Fjarðarafls ehf.
dags. 17. janúar 2020 um rekstur gististaðar í flokki II í þremur til fimm íbúðum sem eru í húsunum nr. 27 við Laugaveg, fnr. 250-6400, 250-6406 og 250-6390, og nr. 40 við Hverfisgötu, fnr. 250-6361 og 250-6368. Einnig eru lagðir fram uppdr. Ark Studio ehf. og
Urban arkitekta ehf.
dags. 9. júní 2017 og 1. júlí 2017 síðast br. 3. maí 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2020.