Stækkun húss
Starengi 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 833
20. ágúst, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Jóhanns Harðarsonar dags. 22. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis C hluta vegna lóðarinnar nr. 2 við Starengi. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit vegna viðbyggingar og hækkun hússins um eina hæð. Fyrirhugað er að byggja vindfang við inngang á jarðhæð og stigahús sem aðkomu að viðbyggingu á efri hæð, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 19. janúar 2021. Einnig er lagður fram tölvupóstur Bjargar Ólafsdóttur, Þóreyjar Gylfadóttur og Óskars Pálssonar dags. 20. maí 2021 þar sem gerðar eru athugasemdir og óskað eftir framlengingu á athugasemdafresti. Tillagan var grenndarkynnt frá 19. apríl 2021 til og með 14. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Kristinsdóttir dags. 11. maí 2021, Auður Ágústar dags. 31. maí 2021, Gísli Júlíusson og Sigríður Þorvaldsdóttir dags. 10. júní 2021 og stjórn húsfélagsins Starengi 8-20 f.h. íbúa í Starengi 8-20b, dags. 14. júní 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. júní 2021 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.