Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu Sigtúnsreitur vegna stofnunar nýrrar lóðar fyrir
Veitur ohf.
við Engjateig. Veitur og Reykjavíkurborg gera með sér makaskiptasamning á lóðum. Núverandi lóð Veitna ohf. að Lágmúla 2 verður færð til Reykjavíkurborgar og fá Veitur þess í stað nýja lóð við Engjateig fyrir framtíðar borholuhús. Hin nýja lóð Veitna er jafn stór þeirri gömlu, 1874m2. Einnig er skilgreint 6500m2 helgunarsvæði fyrir bor, tæki og mannvirki sem tengjast því þegar borað er fyrir heitu vatni, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 24. júní 2020. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2020 til og með 31. ágúst 2020. Engar athugasemdir bárust.