Vogabyggð svæði 3, deiliskipulag miðsvæði sunnan Tranavogar og norðan Súðarvogar að Sæbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Kynnt eru drög að skipulagi er varðar byggingarheimildir og hönnunarskilmála fyrir nýtt deiliskipulag á svæði 3 í Vogabyggð, dags. 30. júlí 2020. Tillagan sýnir hugmyndir um þróunarramma, hönnunarskilmála ásamt nokkrum valmöguleikum um útfærslur á hverri lóð.
Svar

Kynnt.

Gestir
Orri Steinarsson fulltrúi jvantspijker & partners tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Kynnt eru drög að skipulagi er varðar byggingarheimildir og hönnunarskilmála fyrir nýtt deiliskipulag á svæði 3 í Vogabyggð, dags. 30. júlí 2020. Tillagan sýnir hugmyndir um þróunarramma, hönnunarskilmála ásamt nokkrum valmöguleikum um útfærslur á hverri lóð. Ekkert hefur verið ákveðið með Sæbrautina, hvort hún fari í stokk? Fram kemur hjá kynnanda að það vanti sýn og stefnu. Þetta er ljóslega stutt á veg komið og margt óljóst. Það vantar heildarmynd, hvernig hverfið tengist samgöngum í allar áttir. Lítið verður um bílastæði með þessum eignum samkvæmt kynningunni.
  • Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
    Með umræddum drögum að skipulagi sem varðar byggingarheimildir og hönnunarskilmálum er sett fram sýn sem er í samræmi við skipulag Vogabyggðar. Fyrirhugað er að Sæbraut fari í stokk. Nú liggja fyrir drög að staðsetningu Borgarlínu sunnan við fyrirhugaða Vogabyggð og er því um að ræða nýtt og spennandi hverfi sem er vel staðsett miðað við stofnleiðir Borgarlínu og annarra ferðamáta.