Vogabyggð svæði 3, deiliskipulag miðsvæði sunnan Tranavogar og norðan Súðarvogar að Sæbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 73
20. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Kynnt eru drög að kynningu fyrir nýtt deiliskipulag á svæði 3 í Vogabyggð, dags. 14. maí 2020. 
Gestir
Sigríður Magnúsdóttir frá Teiknistofunni Tröð tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Samkvæmt þeim teikningum sem hér eru sýndar er ekki að sjá að þetta séu mjög þróaðar hugmyndir en grunnhugmyndin er sannarlega góð. Það er  spurning hvort áhersla ætti að vera svona mikil á að halda í hverfisímynd iðnaðarhverfis sem er ekki er beinlínis hrífandi sem íbúabyggð. Einhvern milliveg þarf að fara en auðvitað fer þetta eftir því hvers kona iðnaðstarfssemi fólk velur að hafa þarna, smá- eða stórgerðan iðnað.  Húsin munu aðlöguð að nýju hlutverki og við þá aðlögun er óumflýjanlegt og einfaldlega eðlilegt að upprunaleg heildarmynd svæðisins breytist og ásýndin þar með að einhverju leyti. Fulltrúa Flokks fólksins finnst vanta möguleika fyrir þá sem vilja hugsanlega einbýli, fyrir þá sem vilja reka stórgerðari iðnað sem þyrfti meira rými og stærra svæði fyrir utan hjá sér. Af myndum að sjá eru þetta smávegis eins og verið sé að stafla fjölskyldum saman, fólk sem þarf að koma sér saman eins og fram kom í kynningu, en um hvað? Verið er að koma sem flestum fyrir á sem minnsta blettinum en engu að síður á fólk að geta haft atvinnustarfssemi þarna. Sýnt þykir að deiliskipulagið hlýtur að vera á frumstigi og vonandi eiga margir eftir að koma að frekari þróun þess.