Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.1 Háaleiti-Múlar, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 117
13. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kynning á vinnutillögu Hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.1, Háaleiti Múlar.
Svar

Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags, tekur sæti á fundinum.

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Að halda Reykjavíkurborg í lóðaskorti með tilheyrandi hækkun fasteignaverðs er markviss stefna til að þrengja að grónum hverfum vestan Elliðaáa til að keyra þéttingarstefnuna áfram af fullum þunga þvert á vilja Reykvíkinga. Einnig er þetta bein aðför að fjölskyldubílnum. Það birtist best í hverfaskipulagi fyrir hverfin: Háaleiti-Bústaðir, Háaleiti-Múlar. Þetta er hræðileg framtíðarsýn sem minnir meira á austantjaldsborgir eins og þær voru fyrir fall kommúnistans. Blokkir á blokkir ofan nálægt umferðaræðum á stofnvegum. Veghelgunarsvæði stofnbrauta er ekki virt samkvæmt lögum og eingöngu vísað í „samtal“ við Vegagerðina en hún breytir ekki lögum. Það er verið að taka allan karakter úr þessari fallegu, grænu borg sem Reykjavíkurborg er. Í skipulaginu er ekki staðið við samgöngusáttmálann um mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut. Upplýst var að verið er að gera hringtorg gengt Grillhúsinu/Sprengisandi sem kemur þá með að vera við hliðina á mislægu gatnamótunum. Hvaða dæmalausa vitleysa er þetta? Ekkert kemur lengur á óvart í skipulagsslysum meirihlutans.
  • Flokkur fólksins
    Kynnt er hverfisskipulag Háaleitis og Bústaðahverfis. Kynning fylgdi ekki í gögnum.  Ótal spurningar vakna við glærukynninguna en ekki er mikið um  upplýsingar, meira vangaveltur. Fulltrúi Flokks fólksins spyr um hver sé áætluð fjölgun íbúa í þessum hverfum. Heimild er fyrir að fólk byggi við hús sín og á lóðum sínum en rennt er blint í sjóinn með hver sú fjölgun geti orðið. Hvað með atvinnutækifæri í hverfi, hvað með umferðarmál?. Talað er um deilibílastæði en engin önnur bílastæði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr um skólamálin. Hvernig á að stækka leikskóla og skóla en engin svör eru við því á þessu stigi.