Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.1 Neðra Breiðholt, dags. 30. apríl 2021, br. eftir auglýsingu, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 30. apríl 2021, br. 26. nóvember 2021, og skipulagsskilmálum, dags. 30. maí 2021, br. 26. nóvember 2021. Einnig er lögð fram skýrsla um íbúaþátttöku og samráð dags. 23. nóvember 2021 og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 6, Breiðholt, skýrsla 216 frá árinu 2021. Tillagan var auglýst frá 29. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Guðmundur Svafarsson dags. 21. júní 2021, Heiðdís Schell Traustadóttir dags. 26. júní 2021, bókun fulltrúa í íbúaráði Breiðholts dags. 20. ágúst 2021, Vegagerðin dags. 24. ágúst 2021 og svarbréf frá skipulagsdeild Kópavogs 26. ágúst 2021 ásamt umsögn umhverfissviðs Kópavogsbæjar 13. ágúst 2021. Einnig eru lögð fram svör við athugasemdum dags. 26. nóvember 2021.