Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Kynning á tillögu og helstu atriðum Hverfisskipulags í Breiðholti hverfi 6.2, Seljahverfi.
Gestir
Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Með þessum lið og tveimur öðrum eru kynningar: Hverfisskipulag, Breiðholt , Seljahverfi, Efra og Neðra Breiðholt. Í útsendri dagskrá fylgdu engin göng og því útilokað að setja sig inn í allar þær upplýsingar sem liggja fyrir í hverfisskipulagi í Breiðholti. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður kvartað yfir vinnubrögðum af þessu tagi. Það nær engri átt að kynna svo stór og mikilvæg mál og ætla að keyra þau í gegn án þess að gefa fulltrúum ráðrúm til að skoða málin fyrirfram af einhverri dýpt. Með þessum hætti er verið að skerða möguleika minnihutafulltrúa á þátttöku og tjáningu. Þessu er enn og aftur mótmælt og krafist að allar kynningaglærur verði í framtíðinni sendar út með dagskrá fundarins.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Það er jákvætt að rýmka almennar heimildir til uppbyggingar í hverfum borgarinnar. Sú leið á að auka gagnsæi og einfalda stjórnsýslu. Minnka kostnað og fækka ágreiningsmálum. Samráð með íbúum er mjög mikilvægt í þessum efnum og er jákvætt að íbúar hafi haft góða aðkomu að þessu ferli, enda afar mikilvægt að íbúar hverfanna séu með í ráðum í þessum breytingum.