Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 106
2. júní, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi, dags. 30. apríl 2021, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 30. apríl 2021, og skipulagsskilmálum, dags. 30. apríl 2021. Einnig er lögð fram verklýsing fyrir hverfisskipulag dags. 25. mars 2015, lagf. 4. maí 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð dags. 7. desember 2020, athugasemdir, ábendingar og spurningar sem bárust á kynningartíma vinnslutillagna hverfisskipulags fyrir Breiðholt á tímabilinu 16. júlí til 18. september 2020, samantekt á úrvinnslu athugasemda og ábendinga frá íbúum og hagsmunaaðilum dags. 26. maí 2021 og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 6, Breiðholt, skýrsla 216 frá árinu 2021.
Svar

Samþykkt að auglýsa nýtt hverfisskipulag fyrir Breiðholt, HVSK í BH6, skv. 1. mgr. 41. gr., sbr. 5. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Hverfisskipulag Breiðholts er afrakstur faglegrar vinnu og umfangsmikils samráðs við íbúa. Það er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á að gera þau vistvænni og sjálfbærari. Hverfisskipulagið mun einnig einfalda íbúum að sækja um breytingar á fasteignum eða lóðum. Við fögnum hugmyndum um danshús og vetrargarð. Hugmyndir um borgargötur og hverfiskjarna eru trúverðugar og bæta hverfið. Við teljum að stórbílastæði eigi að vera víkjandi í skipulagi hverfis en jafnframt að eðlilegt sé að taka gjald fyrir þau meðan þau eru.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Það er jákvætt að brugðist hafi verið við ýmsum athugasemdum íbúa og að kynning sé ítarleg. Mikilvægt er að unnið verði heildarskipulag fyrir Mjódd sem lykilsvæði til framtíðar.
  • Flokkur fólksins
    Þegar horft er til Seljahverfisins er fókus Flokks fólksins á þeim skaða sem þar stendur fyrir dyrum að valda sem er að sprengja fyrir hraðbraut. Hraðbraut þvert yfir Vatnsendahvarf mun  íþyngja Reykvíkingum mjög vegna aukinnar umferða sem það skapar á Breiðholtsbraut. Umhverfismatið er fjörgamalt.  Margt hefur breyst. Umferðin á fyrsta áfanga Arnarnesvegar hefur nú þegar náð efri mörkum umferðar í matinu en samt á að tengja Salahverfi við Breiðholtsbraut með tilheyrandi stofnbrautarumferð. Í gögnum er reynt að skreyta málið, sagt fullum fetum að þessi framkvæmd muni ekki hafa neikvæð áhrif. Um þetta er efast. Það er ekki hægt að segja að hraðbraut sem liggur við fyrirhugaðan Vetrargarð muni ekki hafa áhrif? Hvað með þróunarmöguleika svæðisins,  mengun og umferðarhávaða? Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eru ekki að gæta hagsmuna borgarbúa í þessu máli heldur þjóna hagsmunum Kópavogsbúa. Skipulagsyfirvöld hefðu átt að berjast fyrir borgarbúa í þessu máli og krefjast nýs umhverfismats. Byggja á í Kópavogi 4.000 manna byggð efst á Vatnsendahvarfi næstu ár sem ekki hefur verið tekið með inn í reikninginn. Meirihlutinn hefur brugðist í þessu máli að berjast ekki fyrir að fá nýtt umhverfismat og ætla að bjóða börnum upp á að leika sér í Vetrargarði og á skíðum í hraðbrautar-mengunarmekki.