Kynning á tillögu og helstu atriðum Hverfisskipulags í Breiðholti hverfi 6.3, Efra Breiðholt.
Gestir
Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Hverfisskipulag þriggja hverfa í Breiðholti er kynnt á fundi skipulags- og samgönguráðs. Mikið magn upplýsinga liggur fyrir sem erfitt er að meðtaka á stuttum tíma. Kynningin vekur upp fjölmargar spurningar. Byggja á ofan á hús í stórum stíl en ekki er talað um hvernig falli inn í umhverfið eða hugnist íbúum hverfisins. Fulltrúi Flokks fólksins vill staldra við samráðsferli sem er skref 3 af 6 hjá skipulagsyfirvöldum. Fjöldi íbúafunda eða rýnihópa er ekki merki þess að samráð hafi tekist vel. Á fundi sem þessa komast ekki allir og boðun á þá fer fram hjá mörgum. Fjölbreyttar leiðir til samráðs eru afar mikilvægar, stundum þarf jafnvel að nota símann eða senda persónuleg bréf. Fram kemur í kynningu að reyna á að höfða til unga fólksins og reyna að fá þeirra sjónarmið, hvað leiðir á að nota til þess? Það er mat Flokks fólksins að samráð þarf að koma inn strax í upphafi ferilsins eiginlega um leið og gróf grunnhugmynd liggur fyrir. Grunnhugmyndin gæti því átt eftir að taka á sig ýmsar birtingamyndir ef allt er eðlilegt. Í þessu verkefni er sagt að einstaklega gott samráð hafi nú þegar verið haft við Breiðhyltinga og vonar fulltrúi Flokks fólksins sannarlega að Breiðhyltingar taki heilshugar undir það.
Sjálfstæðisflokkur
Það er jákvætt að rýmka almennar heimildir til uppbyggingar í hverfum borgarinnar. Sú leið á að auka gagnsæi og einfalda stjórnsýslu. Minnka kostnað og fækka ágreiningsmálum. Samráð með íbúum er mjög mikilvægt í þessum efnum og er jákvætt að íbúar hafi haft góða aðkomu að þessu ferli, enda afar mikilvægt að íbúar hverfanna séu með í ráðum í þessum breytingum.