Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Kynning á tillögu og helstu atriðum Hverfisskipulags í Breiðholti hverfi 6.3, Efra Breiðholt.
Gestir
Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Hverfisskipulag þriggja hverfa í Breiðholti er kynnt á fundi skipulags- og samgönguráðs. Mikið magn upplýsinga liggur fyrir sem erfitt er að meðtaka á stuttum tíma. Kynningin vekur upp fjölmargar spurningar. Byggja á ofan á hús í stórum stíl en ekki er talað um hvernig falli inn í umhverfið eða hugnist íbúum hverfisins. Fulltrúi Flokks fólksins vill staldra við samráðsferli sem er skref 3 af 6 hjá skipulagsyfirvöldum. Fjöldi íbúafunda eða rýnihópa er ekki merki þess að samráð hafi tekist vel. Á fundi sem þessa komast ekki allir og boðun á þá fer fram hjá mörgum. Fjölbreyttar leiðir til samráðs eru afar mikilvægar, stundum þarf jafnvel að nota símann eða senda persónuleg bréf. Fram kemur í kynningu að reyna á að höfða til unga fólksins og reyna að fá þeirra sjónarmið, hvað leiðir á að nota til þess? Það er mat Flokks fólksins að samráð þarf að koma inn strax í upphafi ferilsins eiginlega um leið og gróf grunnhugmynd liggur fyrir. Grunnhugmyndin gæti því átt eftir að taka á sig ýmsar birtingamyndir ef allt er eðlilegt. Í þessu verkefni er sagt að einstaklega gott samráð hafi nú þegar verið haft við Breiðhyltinga og vonar fulltrúi Flokks fólksins sannarlega að Breiðhyltingar taki heilshugar undir það. 
  • Sjálfstæðisflokkur
    Það er jákvætt að rýmka almennar heimildir til uppbyggingar í hverfum borgarinnar. Sú leið á að auka gagnsæi og einfalda stjórnsýslu. Minnka kostnað og fækka ágreiningsmálum. Samráð með íbúum er mjög mikilvægt í þessum efnum og er jákvætt að íbúar hafi haft góða aðkomu að þessu ferli, enda afar mikilvægt að íbúar hverfanna séu með í ráðum í þessum breytingum.