Mikilvægt er að væntanleg samgöngutenging með brú yfir Fossvog nýtist sem best fyrir fjölbreyttan ferðamáta. Samflot 3ja og fleiri er liður í að minnka álag á gatnakerfið. Rétt væri að kanna áhrif þess að leyfa samflot í tengslum við brú yfir Fossvog hvað varðar álag í umferðarmódeli. Hér er tækifæri til að hvetja fólk til samflots með jákvæðum hætti. Þá liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að fjármögnun um mannvirkið sem talið er að kosti 2.500 milljónir.