Elliðaárvogur/Ártúnshöfði, rammaskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 21
12. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga ráðgjafateymis Arkís, Landslags og Verkís fyrir Rammaskipulag Elliðaárvogs-Ártúnshöfða dags. í janúar  2017. Í tillögunni er sett fram áfangaskipt áætlun um uppbyggingu og þróun svæðisins í samræmi við stefnu Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og vinningstillögu um skipulag svæðisins. Kynnt. Vísað til Borgarráðs.
Gestir
Halldór Eyjólfsson frá Klasa, Björn Guðbrandsson frá Heild fasteignafélagi, Helgi Grímsson sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs og Ómar Einarsson sviðstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins, Rúnar Sigurjónsson, leggur fram svohljóðandi bókun: 
    Undirritaður telur að mikilvægt sé við uppbyggingu á svæðinu að ekki sé verið að ýta út af svæðinu léttum iðnaði og atvinnurýmum fyrir þjónustufyrirtæki á kostnað íbúabyggðar. Skortur á iðnaðarhúsnæði í Borginni er viðvarandi og hafa fyrirtæki með léttan iðnað og þjónustu verið, að mati, undirritaðs að flýja í nágrannasveitafélög og á óhentug jaðarsvæði. Við uppbyggingu á svæðinu telur undirritaður að mikilvægt sé að tryggja atvinnu á svæðinu sem nýtast myndi íbúum í hverfinu og tilgangur þess að minnka umferð og fólksflutninga til og frá vinnu. Með því að tryggja og þá skapa á svæðinu rými fyrir atvinnustarfsemi mun það ýta undir möguleika í hverfinu fyrir bíllausan lífsstíl. Með þessu sér undirritaður fyrir sér að það sé hér tækifæri til að skapa rými í blöndu við íbúðabyggð fyrir skapandi fólk.