Stekkjarbakki Þ73, breyting á deiliskipulagi Elliðaárdals, Stekkjarbakki
Stekkjarbakki 1 (04.6)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Málsaðilar
Guðrún Ágústsdóttir
Skipulags- og samgönguráð nr. 22
19. desember, 2018
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bóka: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks leggja ríka áherslu á verndun grænna svæða í borgarlandinu og leggjast gegn hvers kyns húsnæðisuppbyggingu sem gengið gæti nærri slíkum svæðum. Græn svæði í borgarlandinu á að þróa sem útivistarsvæði og ekki á að ganga á þau með uppbyggingu húsnæðis. Árið 2014 var lögð fram tillaga í borgarráði um friðun Elliðaárdals í deiliskipulagi með svokallaðri hverfisvernd. Eins liggur fyrir að friðun með hverfisvernd í deiliskipulagi hefur ekki sömu réttaráhrif og friðlýsing samkvæmt náttúruverndarlögum. Elliðaár og nærliggjandi svæði virðast því hvorki friðuð með hverfisvernd né samkvæmt náttúruverndarlögum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks telja rétt að unnið verði að því, í samráði við umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun, að Elliðaárdalur og nærliggjandi svæði verði friðlýst með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.“ 
Svar

Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
109 Reykjavík
Landnúmer: 220269 → skrá.is
Hnitnúmer: 10104379