Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 11. september 2019 þar sem bent er á að áður en gengið verður frá auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þurfi að gera betur grein fyrir eftirfarandi: Skilmálum um heimilað ljósmagn, leitað verði afstöðu Heilbrigðiseftirlits um viðmiðunarmörk vegna umferðarhávaða fyrir þjónustuíbúðir, fyrirkomulag á fráveitulögnum og önnur atriði sbr. bréfi stofnunarinnar. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Landslags dags. 14. desember 2018, síðast breyttir 27. september 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. sept. 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. september samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn umsögninni.
Vísað til borgarráðs.