Grensásvegur 16a og Síðumúli 37-39, kæra 32/2017, umsögn, úrskurður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 105
26. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. mars 2017, ásamt kæru þar sem kært er deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrir Grensásveg 16A og Síðumúla 37-39. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28. apríl 2017. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 1. desember 2017. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 9. febrúar 2017 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir sameiginlega lóð Grensásvegar 16A, Síðumúla 37 og Síðumúla 39. Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. júlí 2017 um að samþykkja byggingarleyfi til niðurrifs á bílastæðahúsi að Grensásvegi 16A.