Lögð fram umsókn
THG Arkitekta ehf.
, mótt. 31. maí 2017, ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Háaleitisbraut. Í tillögunni felst að bætt verður við tveimur nýjum byggingarreitum á lóð Háaleitisbrautar 1 auk þess sem heimilt verður að stækka hús Veitna við Bolholt 5. Næst Kringlumýrarbraut verður heimilt að reisa fimm hæða skrifstofubyggingu með bílakjallara. Á horni Skipholts og Bolholts verður heimilt að reisa sex hæða íbúðarhús með bílakjallara ásamt þjónustu- og verslunarrými á 1. hæð. Bílastæðum fjölgar og verður hluti þeirra í bílakjallara. Byggingarmagn og nýtingarhlutfall hækkar á báðum lóðum sem þessu nemur, samkvæmt uppdr.
THG Arkitekta ehf.
dags. 4. nóvember 2019. Einnig er lagt fram minnisblað Mannvits um hljóðvist dags. 16. nóvember 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2019, húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 5. júlí 2019 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.