Héðinsreitur, reitur 1.130.1, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 23
9. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Héðinsreit. Breytingin nær til byggingarreita, byggðamynsturs, lóðamarka, hæða húsa og starfsemi á jarðhæðum. Felld er úr gildi byggingarheimild fyrir hjúkrunarrými og heimild bætt inn fyrir samsvarandi byggingarmagn undir íbúðir og heimild er sett inn fyrir hótel við Seljaveg, samkvæmt uppdr., greinagerð og hönnunarhandbók dags. 20. desember 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 17. desember 2018. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Vísað til borgarráðs.
Gestir
Borghildur Sölvey Sturludóttirdóttir verkefnastjóri, Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjóri frá skipulagsfulltrúa og Einar I. Halldórsson frá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar taka sæti á fundinum undir þessum lið.