Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit 1.254.2. Í tillögunni felst uppbygging á lóð Sjómannaskólans fyrir allt að 150 nýrra íbúða á svæðinu fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmt húsnæði (almennar íbúðir). Auk þess verður bætt við byggingarheimildum fyrir biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Reiturinn afmarkast af Háteigsvegi til suðurs, Vatnsholti til austurs, Skipholti til norðurs, Nóatúni og lóð Háteigskirkju til suðurs og vesturs, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta ehf. dags. 1. júlí 2019. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 18. apríl 2019 og Húsakönnun Borgarsögusafns móttekin í júní 2019 og samgöngumat EFLU dags. 3. júní 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.