Sjómannaskólareitur, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 33
3. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Kynnt drög að tillögu að breytingu deiliskipulags Sjómannaskólareits 1.254.2,  dags. 18. mars 2019. Í tillögunni felst uppbygging á lóð Sjómannaskólans fyrir byggingu allt að 145 (150) nýrra íbúða á svæðinu fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmt húsnæði (almennar íbúðir).  Auk þess verður bætt við byggingarheimildum fyrir biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Reiturinn afmarkast af Háteigsvegi til suðurs, Vatnsholti til austurs, Skipholti til norðurs, Nóatúni og lóð Háteigskirkju til suðurs og vesturs.  Kynnt. 
Svar

(C) Fyrirspurnir

Gestir
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri og fulltrúar A2f arkitektar Aðalheiður Atladóttir og  Falk Kruger taka sæti á fundinum undir þessum lið.