Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík dags. 29. maí 2019 uppf. 1. apríl 2020. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla Alta síðast uppf. 1. apríl 2020, tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 dags. 29. nóvember 2020, fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2018. Tillagan var auglýst frá 30. ágúst 2019 til og með 11. október 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Bláskógabyggð dags. 5. september 2019, Garðabær dags. 23. september 2019, Mosfellsbær dags. 7. október 2019, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 10. október 2019, Veðurstofa Íslands dags. 10. október 2019, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 10. október 2019, Veitur dags. 11. október 2019 og Minjastofnun Íslands dags. 11. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. apríl 2020.
Samþykkt sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006., með þeim breytingum sem koma fram í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. apríl 2020.
Vísað til borgarráðs.