Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu um 700 íbúða, leikskóla, grunnskóla, bílageymsluhúsi, verslun, þjónustu og útivistarsvæðum. Tillagan gerir einnig ráð fyrir nýjum vegtengingum til austurs, suður fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem er eingöngu ætluð almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum. Einnig eru lagðir fram deiliskipulags-, skýringar- og skuggavarpsuppdr. ASK Arkitekta, EFLU og Landslags dags. 26. júní 2020 br. 5. mars 2021, greinargerð og almennir skipulagsskilmálar dags. 26. júní 2020 br. 5. mars 2021, sérskilmálar dags. 26. júní 2020 br. 5. mars 2021, hönnunarleiðbeiningar dags. 26. júní 2020, skýrsla Minjasafns Reykjavíkur nr. 161 frá 2013 (byggðakönnun, fornleifaskrá og húsakönnun), fjórir undirritaðir samningar: samkomulag um skipulag og uppbygging á landi ríkisins við Skerjafjörð dags 1. mars 2013, samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli dags. 19. apríl 2013, samkomulag um innanlandsflug dags. 25. október 2013, kaupsamningur og afsal í framhaldi af formlegri lokun ríkisins á norður/suður og austur/vestur flugbrautar (braut (06/24) á Reykjavíkurflugvelli dags. 11. ágúst 2016, skýrsla NLR dags. í ágúst 2020 varðandi vindrannsóknir í Nýja Skerjafirði og áhrif þéttingu byggðar á aðstæður á Reykjavíkurflugvelli og minnisblað Isavia dags. 16. september 2020 um vindáhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á Reykjavíkurflugvöll. Jafnframt eru lögð fram ítargögn: skýrsla Eflu um jarðkönnun og mengunarrannsóknir í jarðvegi skerjafjarðar dags. 29. janúar 2019, skýrsla Eflu um hljóðvist dags. 12. september 2019, samgöngumat Eflu dags. 26. júní 2020, skýrsla Eflu um vindgreiningu dags. 7. janúar 2020, minnisblað Eflu vindgreining - viðauki A dags. 16. júní 2020, minnisblað Eflu Vindgreining - viðauki B dags. 26. júní 2020 og minnisblað Eflu vegna færslu skipulagsmarka (áhrif færslu skipulagsmarka á umferð, hljóðvist og vindafar) dags. 26. júní 2020. Tillagan fellir úr gildi eldra deiliskipulag frá 16. janúar 1986, br. 1999. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 9. nóvember 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Siglingafélag Reykjavíkur Brokey dags. 31. ágúst 2020, Isavia dags. 21. október 2020, Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna dags. 26. október 2020, Eyjólfur Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Gunnar Trausti Eyjólfsson, Atli Már Eyjólfsson og Magnús Daði Eyjólfsson dags. 27. október 2020, Ásta Logadóttir, Örn Þór Halldórsson, Hjördís Sóley Sigurðardóttir og Ólafur Hjálmarsson f.h. áhugafólks um gæði dagsljóss í byggðu umhverfi dags. 27. október 2020, Samgöngustofa dags. 28. október 2020, Flugfélagið Geirfugl ehf. dags. 28. október 2020, Hildur Hjartardóttir og Sigurður Jens Sæmundsson dags. 28. október 2020, Jens Pétur Jensen dags. 28. október 2020, Guðjón B. Haraldsson dags. 28. október 2020, Daníel B. Sigurgeirsson, Elín Björk Jónasdóttir, Sigurdís Björg Jónasdóttir og Birgir Arnór Birgisson dags. 28. október 2020, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir dags. 28. október 2020, Sigríður Ragna Sigurðardóttir dags. 28. október 2020, Prýðisfélagið Skjöldur dags. 28. október 2020, Ester Helgadóttir dags. 28. október 2020, Patricia Anna Þormar og Hannes Árdal dags. 28. október 2020, Kristján Ívar Ólafsson og Heba Helgadóttir dags. 28. október 2020, Guðrún Dóra Steindórsdóttir dags. 28. október 2020, Aðalheiður M. Steindórsdóttir, Helga Árnadóttir Ingvi Hrafn Óskarsson, Úlfur Eldjárn, Sara Skúladóttir og Stefán Halldórsson dags. 28. október 2020, Steinunn María dags. 28. október 2020, Páll Rafnar Þorsteinsson dags. 28. október 2020, Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 9. nóvember 2020, Veitur dags. 19. nóvember 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 23. nóvember 2020, Veðurstofan dags. 23. nóvember 2020 og Vegagerðin ódags. mótt. 7. desember 2020. Einnig er lagt fram bréf íbúaráðs Vesturbæjar dags. 22. október 2020 þar sem óskað er eftir kynningu og tölvupóstur Minjastofnunar Íslands dags. 10. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. desember 2020 ásamt ákvörðun um matsskyldu vegna landfyllingar í Nýja Skerjafirði og minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. janúar 2021 um flutning á aðstöðu siglingaklúbbs og mögulega smábátahöfn í Skerjafirði, umsögn Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021, skýrsla Borgarsögusafns Reykjavíkur nr. 204, fornleifaskrá og húsakönnun, dags. árið 2021, og umsögn Minjastofnunar Íslands dags 1. mars 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. mars 2021.