Fálkagötureitur vegna Þrastargötu 1 og 5, kæra 134/2017, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 30
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. nóvember 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er ákvörðun um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna Þrastargötu nr. 1 og 5. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. janúar 2018 og bráðabirgða úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. febrúar 2018. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um frestun réttaráhrifa hinnar kærðu deiliskipulagsákvörðunar er hafnað. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. febrúar 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 7. september 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðanna Þrastargötu 1 og 5. Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. janúar 2019 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á milli núverandi íbúðarhúss og geymsluhúss á lóð nr. 5 við Þrastargötu er felld úr gildi.