Austurheiðar, rammaskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 72
13. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Samþykkt að kynna tillöguna almenningi í 4 vikur. Vísað til borgarráðs.
Svar

Lögð fram tillaga Landmótunar dags., 20. apríl 2020,  f.h. umhverfis- og skipulagssviðs að rammaskipulagi fyrir Austurheiðar.  Megin markmið skipulagsins  felst í því að skapa fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa og ólíka notendahópa. 

Gestir
Óskar Örn Gunnarsson frá Landmótun tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins þakkar kynningu um Austurheiðar. Ljóst er að mikill metnaður er lagður í verkefnið. Fulltrúi Flokks fólksins leggur mikla áherslu á að hagsmunaaðilar verði hafðir með frá upphafi, haldnir hafa verið fundir en mikilvægt er að fundargerðir séu aðgengilegar til að hægt sé að hafa samráðið gegnsætt. Öllu máli skiptir að þetta sé unnið í sátt frá upphafi og að hagsmunaaðilar fái að koma að undirbúningsvinnu, í hvaða átt er stefnt en þeir ekki aðeins  upplýstir um það eftir á og þá boðið að ákveða um einhver smærri atriði. Flestar lóðir við Langavatn eru eignarlóðir. Gott væri að fá yfirlit yfir stöðu annara lóða,  er um eignarlóðir að ræða, erfðafestulóðir sem renna út á einhverjum tíma o.s.frv. Ræktun gamalla lóða verður vonandi nýtt í stórum stíl. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að, eins og svæðið er skipulagt, að nóg ætti að verða  af bílastæðum við aðkomuleiðir.