Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. maí 2020 vegna samþykktar borgarráðs frá 28. maí 2020 um rammaskipulag fyrir Austurheiðar.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Ljóst er að mikill metnaður hefur verið lagður í verkefnið. Fulltrúi Flokks fólksins lagði, í sínum bókunum í málinu, áherslu á að hagsmunaaðilar verði hafðir með í ráðum allt til enda og að áfram verði haldnir fundir og að fundargerðir verði ávallt aðgengilegar til að samráðið sé að fullu gegnsætt. Öllu máli skiptir að þetta sé unnið í sátt allt til enda og að hagsmunaaðilar fái að koma að undirbúningsvinnu og þeir upplýstir um í hvaða skref er verið að taka hverju sinni. Flestar lóðir við Langavatn eru eignarlóðir. Ræktun gamalla lóða verður vonandi nýtt í stórum stíl. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að, eins og svæðið er skipulagt, að nóg ætti að verða af bílastæðum við aðkomuleiðir. Tryggja þarf aðgengi allra, akandi, hjólandi og gangandi og gæta þess að aðgengi fatlaðs fólks sé fullnægjandi.