Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 88
11. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Kynnt drög að tillögu ASK Arkitekta að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða svæði 1 - Krossamýrartorg.
Gestir
Björn Guðbrandsson frá ARKÍS, Þráinn Hauksson frá Landslagi, Páll Gunnlaugsson frá ASK arkitektum og Halldór Eyjólfsson frá Klasa taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Nýtt deiliskipulag fyrir Ártúnshöfða og Elliðaárvoga gefur fyrirheit um fallega og græna byggð sem leggst að landslaginu sem fyrir er. Fyrirhuguð er mannvæn blönduð byggð þar sem áhersla er lögð á vistvæna ferðmáta. Tenging við sjávarsíðuna er mikilvæg og fyrirhuguð sundlaug við sjávarborðið mjög spennandi. Meirihlutinn fagnar þeirri framúrstefnulegu og grænu heildarmynd sem sett er fram og þeirri umbreytingu sem framundan er.
  • Miðflokkur
    Gríðarleg og stórkarlaleg uppbygging er í kortunum í Elliðaárvogi og Ártúnshöfða og áætlað er að borgarlína eigi að liggja í gegnum Breiðhöfða í Reykjavík þar sem fyrir eru fjöldamörg fyrirtæki og þá einkum bílasölur. Nú er verið að kynna deiliskipulag fyrir þetta svæði og má öllum vera ljóst að öllum fyrirtækjum á svæðinu verður úthýst. Sú staðreynd er nákvæmt dæmi um að borgarstjóra og meirihlutanum er nákvæmlega sama um rekstraraðila í borginni. Það er verið að flæma fjöldamörg fyrirtæki í önnur bæjarfélög að undanskildum mengandi rekstri á Esjumelum sem er í eigu borgarinnar. Eina skipulagða atvinnusvæði Reykjavíkur er þar og sá rekstur sem nú er á Breiðhöfða gengur ekki á Esjumelum vegna fjarlægðar við markaði. Í engu hefur verið sinnt að deiliskipuleggja atvinnulóðir á Úlfarsfellssvæðinu, þess hluta sem nefnist Hallar og Hamrahlíðarlönd eins og samþykkt var í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Sú atvinnustarfsemi sem nú er á Breiðhöfðanum hefði passað mjög vel á þeim atvinnulóðum og væri meira miðsvæðis en á Esjumelum.