Kjalarnes, Hólaland, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 23
9. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ask Arkitekta ehf. dags. 9. apríl 2018 ásamt greinargerð dags. 9. mars 2018 varðandi nýtt deiliskipulag í Hólalandi á Kjalarnesi. Í tillögunni felst uppbygging á sambýli með 6-8 íbúðum allt að 700 fm., samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. dags. 11. september 2018. Lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. maí 2018 og húsa- og fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 10. september 2018. Tillagan var auglýst frá 22. október 2018 til og með 3. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Bjarni Pálsson dags. 3. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2019. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Vísað til borgarráðs
Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.