Samfylking, Viðreisn, Píratar
Reykjavíkurborg og ríkið gerðu nýverið með sér samkomulag um endurskipulagningu svæða sem hafa verið á forsjá ríkisins með það að markmiði að fjölga íbúðum, þá sérstaklega fyrir ungt fólk, námsmenn, fyrstu kaupendur og aldraða. Sjómannaskólareiturinn er eitt þessara svæða. Við vinnslu deiliskipulags fyrir reitinn hefur verið tekið mið af þeim athugasemdum sem borist hafa. Breytingar fela m.a. í sér að vatnsgeymar og stakkstæði eru fest í sessi sem græn svæði sem njóta hverfisverndar. Haft hefur verið að leiðarljósi að nýbyggingar falli vel að núverandi byggð og hefur byggingamagn verið minnkað frá fyrri tillögu í samræmi við athugasemdir nágranna. Hæð húsa verður enn fremur einungis um 2-4 hæðir og mun Sjómannaskólinn því áfram njóta sín sem hæsta bygging svæðisins. Nýtingarhlutfall (byggingarmagn á flatarmál lands) á reitnum verður áfram talsvert lægra en á nálægum reitum, svosem reitir með íbúabyggð við Vatnsholt, Háteigsveg, Skipholt og Rauðarárholt. Lega svæðisins er hagstæð hvað varðar virka ferðamáta. Borgarlína verður í göngufjarlægð auk deilibílaþjónustu og þétts nets hjólastíga.