Veltusund 3B, kæra 72/2018, umsögn, úrskurður
Veltusund 3B (01.140.2)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 21
12. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. maí 2018 ásamt kæru dags. 14. maí 2018 þar sem kærð er neikvæð afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. apríl 2018 um breytta notkun eftri hæða húss við Veltusund 3B. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. júní 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 6. desember 2018. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur frá 25. apríl 2018, um að staðfesta neikvæða afgreiðslu skipulagsfulltrúa á fyrirspurn, er vísað frá úrskurðarnefndinni. Lagt er fyrir skipulagsyfirvöld í Reykjavík að taka umsókn kæranda frá 22. mars 2018, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar vegna lóðar nr. 3b við Veltusund, til efnislegrar afgreiðslu án ástæðulauss dráttar.