Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: Skipulagsstofnun taldi þörf á ítarlegum rannsóknum vegna áformaðra landfyllinga. Þeim hefur ekki verið lokið. Mikilvægt er að skoða hvaða áhrif þessar framkvæmdir og stórfelldar landfyllingar hafa á lífríki Elliðaáa. Þá segir í umsögn Hafrannsóknarstofnunar að nauðsyn sé að skoða vatnasvið Elliðaáa í heild. Það hefur ekki verið gert. Á meðan svo er rétt að bíða með frekari samþykktir. Þess er óskað að fá kynningu á þeim rannsóknum sem kunna að vera í gangi.