Vogabyggð svæði 5, nýtt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 30
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. febrúar 2019 þar sem stofnunin ítrekar að hún telur að áform um stækkun smábátahafnarinnar séu í ósamræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdr. Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 síðast lagf. 26. febrúar 2019, greinargerð og skilmálar Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 síðast lagf. 26. febrúar 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2019. Samþykkt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2019. Vísað til borgarráðs.
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: Skipulagsstofnun taldi þörf á ítarlegum rannsóknum vegna áformaðra landfyllinga. Þeim hefur ekki verið lokið. Mikilvægt er að skoða hvaða áhrif þessar framkvæmdir og stórfelldar landfyllingar hafa á lífríki Elliðaáa. Þá segir í umsögn Hafrannsóknarstofnunar að nauðsyn sé að skoða vatnasvið Elliðaáa í heild. Það hefur ekki verið gert. Á meðan svo er rétt að bíða með frekari samþykktir. Þess er óskað að fá kynningu á þeim rannsóknum sem kunna að vera í gangi. 

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.